Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2011

Kastað til bata – umsóknafrestur til 4. maí

Eftir Fréttir

Við viljum benda konum sem hafa lokið meðferð vegna brjóstakrabbameins á verkefnið Kastað til bata sem er samstarfsverkefni Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila. Fjórtán konum er boðið að fara í tveggja daga veiðiferð í lok maí. Sjá nánari upplýsingar í viðhengi en umsóknarfrestur er til 4. maí.

kastadtilbataauglysing.pdf

Gunnhildur formaður á örráðstefnu Krabbameinsfélagsins

Eftir Fréttir

Krabbameinsfélag Ísland hélt örráðstefnu í dag – Að greinast aftur og aftur og aftur… Meðal fyrirlestra ráðstefnunnar var Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman sem sagði frá reynslu sinni. Fjallað var um ráðstefnuna í 10 fréttum sjónvarpsins í kvöld og var m.a. viðtal við Gunnhildi.

dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547583/2011/04/18/

Vel sóttur aðalfundur í gær

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman var haldinn í gærkvöldi og var fundurinn vel sóttur. Á aðalfundinum kom vel fram hversu mikið óeigingjarnt starf félagsmenn hafa unnið fyrir félagið á árinu og þakkaði Gunnhildur Óskarsdóttir formaður félagsins fyrir það.

Eftir venjuleg aðalfundarstörf tók Guðný Aradóttir göngustjóri félagsins til máls og afhenti Göngum saman 254 þúsund krónur í styrktarsjóðinn sem var afrakstur átaksins Í sömu skóm en Guðný gekk í skærbleikum uppreimuðum skóm í heilan mánuð og safnaði áheitum fyrir félagið.

Að lokum sagði Gunnhildur Óskarsdóttir formaður frá stefnumótunarvinnu félagsins undanfarna mánuði og kynnti framtíðarsýn félagsins.

Ekki gengið í Reykjavík í kvöld vegna aðalfundar

Eftir Fréttir

Vegna aðalfundur Göngum saman verður ekki gengið í Reykjavík í kvöld. Gengið næst frá World Class í Laugardalnum 18. ágúst. Aðalfundurinn í kvöld verður í sal Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8 og hefst hann kl. 20. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn. Niðurstöður stefnumótunarvinnu félagsins verða kynntar.

Dagskrá.

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

5. Ákvörðun árgjalds.

6. Önnur mál.

Allir félagar velkomnir..

Aðalfundur mánudaginn 11. apríl kl. 20

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman verður haldinn mánudaginn 11. apríl kl. 20:00 í sal Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

Dagskrá.

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

5. Ákvörðun árgjalds.

6. Önnur mál.