Vel sóttur aðalfundur í gær

Eftir apríl 12, 2011Fréttir

Aðalfundur Göngum saman var haldinn í gærkvöldi og var fundurinn vel sóttur. Á aðalfundinum kom vel fram hversu mikið óeigingjarnt starf félagsmenn hafa unnið fyrir félagið á árinu og þakkaði Gunnhildur Óskarsdóttir formaður félagsins fyrir það.

Eftir venjuleg aðalfundarstörf tók Guðný Aradóttir göngustjóri félagsins til máls og afhenti Göngum saman 254 þúsund krónur í styrktarsjóðinn sem var afrakstur átaksins Í sömu skóm en Guðný gekk í skærbleikum uppreimuðum skóm í heilan mánuð og safnaði áheitum fyrir félagið.

Að lokum sagði Gunnhildur Óskarsdóttir formaður frá stefnumótunarvinnu félagsins undanfarna mánuði og kynnti framtíðarsýn félagsins.