Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2012

Heimildarmyndin aðgengileg á heimasíðunni

Eftir Fréttir

Sjónvarpið endursýndi heimildarmyndina Göngum saman brjóstanna vegna í gær sunnudag. Myndin sem fengið hefur góðar viðtökur segir sögu félagsins Göngum saman, markmið þess að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og mikilvægi slíkra rannsókna til að skilja meinið og gefa okkur von um lækningu í framtíðinni.

Nú eru myndin komin inn á vefinn í nokkrum útgáfum. Útgáfan sem sýnd var í sjónvarpinu er að finna bæði inn á vef Youtube og Vimoe. Þá eru komnar inn á vefinn útgáfur með íslenskum og enskum texta.

Á forsíðu heimasíðu Göngum saman eru komnir tveir hnappar sem vísa inn á útgáfu myndarinnar sem sýnd var í sjónvarpinu og á myndina með enskum texta.

RUV endursýnir fræðslumyndina á morgun sunnudag

Eftir Fréttir

Á morgun sunnudaginn 18. nóvember kl. 16:25 verður fræðslumyndin Göngum saman brjóstanna vegna endursýnd í sjónvarpinu. Kvikmyndagerðamaðurinn Páll Kristinn Pálsson gerði myndina fyrir Göngum saman á afmælisári félagsins og fjallar hún um félagið og mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Við hvetjum fólk til að missa ekki af myndinni. Sjá nánar á heimasíðu rúv.

Nú göngum við saman í Laugardalnum næstu 2 vikur

Eftir Fréttir

Á mánudaginn flytjum við okkur yfir í Laugardalinn og göngum um dalinn næstu tvö mánudagskvöld.Eftir það verður gengið frá Fríkirkjunni.

Í vikulegar göngur Göngum saman eru allir velkomnir, Gengið er í klukkustund undir forystu Guðnýjar Aradóttur.

Norvík og Krónan styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Styrktar- og menningarsjóður Norvíkur og Krónan stóðu fyrir átaki í október þegar Krónan seldi fjölnota poka til styrktar Göngum saman.

Með átakinu söfnuðust 400.000 krónur sem voru afhendar félaginu 30. október s.l. 

Í tilkynningu um niðurstöður söfnunarinnar segir, að með sölu á fjölnota pokum hafi tvær flugur verið slegnar í einu höggi þar sem notkun fjölnota poka er umhverfisvæn og því hvatt til umhverfisverndar um leið og gott málefni var styrkt.

Frá afhendingu afraksturs söfnunarinnar. Á myndinni eru (f.v.) Gísli Jón Magnússon frá Styrktar- og menningarsjóði Norvíkur, Berglind Ósk Ólafsdóttir markaðsstjóri Kaupáss og Gunnhildur Óskarsdóttir og Linda Björk Ólafsdóttir fra Göngum saman.

Göngum saman þakkar innilega fyrir þennan höfðinglega styrk.