Það er óhemjugaman þegar yngri kynslóðin leggur sitt að mörkum til góðgerðamála og við hjá Göngum saman höfum verið einstaklega gæfusöm hvað þetta varðar. Hver man ekki eftir stelpunum í Laugarnesinu með tombólurnar og 10. bekkingunum í Háteigsskóla. Ekki má heldur gleyma öllum krökkunum og unglingunum sem hjálpuðu í stjálfboðastarfi við framkvæmd styrktargöngunnar sem fram fór víða um land um daginn.
Og nú hafa tveir 12 ára strákar úr Vestmannaeyjum bæst í þennan frækilega hóp. Lúkas Jarlsson og Jóel Þórir Ómarsson hafa spilað á saxófónana sína fyrir fólk í Eyjum og safnað þannig pening sem þeir aftentu Göngum saman í styrktarsjóðinn, alls 30 þúsund krónur. Frábært hjá strákunum. Það er viðtal við strákana í Fréttablaðinu í morgun.
Um þúsund manns gengu á sjö stöðum á landinu í dag til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini þ.e. í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstöðum, Höfn og í Vestmannaeyjum. Mikil stemning var á öllum stöðum og ánægjulegt að sjá svo marga leggja málefninu lið. Göngum saman þakkar innilega öllum þeim sem tóku þátt í göngunni og/eða lögðu félaginu lið í tengslum við hana.
Úr göngunni í Elliðaárdalnum (sjá fleiri myndir í myndaalbúminu):
Nýlegar athugasemdir