Skip to main content
Monthly Archives

september 2013

Prjónum Fjallkonubrjóst!

Eftir Fréttir

Miðvikudagana 2.  9. 16. og 23. október kl. 16:00 – 18:00 stendur Göngum saman fyrir prjónakaffi í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Þar gefst félögum og öðrum velunnurum tækifæri á að hittast og prjóna saman húfur til styrktar Göngum saman

Fjallaverksmiðja Íslands (https://www.facebook.com/IcelandMountainFactory) leggur til hönnun og verksmiðjustúlkur aðstoða og mæta með uppskriftir. Ístex styrkir verkefnið með lopa en prjónendur þurfa að taka með sér 40 cm. hringprjóna nr. 4-5 og sokkaprjóna.

Fjallkonubrjóstin verða svo seld og fer allur ágóðinn í styrktarsjóðinn.

Hvetjum ykkur til að koma og prjóna með okkur Fjallkonubrjóst!