Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2012

Vísindi á laugardegi – fræðslufundir á 5 ára afmælisári GS

Eftir Fréttir

Göngum saman stendur á næstunni fyrir fræðslufundum fyrir almenning um gildi rannsókna sem beinast að því að skilja eðli og uppruna brjóstakrabbameins. Félagið hefur fengið þrjá rannsóknahópa sem fengið hafa styrki frá Göngum saman til að taka þátt í röð fræðslufunda sem verða með þriggja vikna millibili undir heitinu „Vísindi á laugardegi – Göngum saman í leit að lækningu á brjóstakrabbameini“. Fyrsti fundurinn verður 4. febrúar n.k. kl. 13.

Rannsóknahópur Jórunnar Erlu Eyfjörð prófessors við læknadeild Háskóla Íslands ríður á vaðið laugardaginn 4. febrúar og býður félögum Göngum saman, gestum þeirra og öðrum sem áhuga hafa að koma í heimsókn í Læknagarð, byggingu Læknadeildar Háskóla Íslands, Vatnsmýravegi 16. Jórunn mun fyrst kynna rannsóknir þeirra og hvernig þær hafa haft áhrif á skilning okkar á brjóstakrabbameini og síðan verður gestum boðið að skoða aðstöðu rannsóknahópsins. Boðið verður upp á kaffi.

Sjá upplýsingar um einstaka fundi í „Vísindi á laugardegi“ á viðburðardagatalinu á heimasíðunni.

Vikulegar göngur að hefjast eftir jólafrí 23. jan

Eftir Fréttir

Mánudaginn 23. janúar hefjast á ný vikulegar göngur í Reykjavík og á Akureyri og Dalvík.

Akureyri: Lagt af stað frá Íþróttahöllinni kl. 17:30.  NB! frá og með næstu viku verður gengið á þriðjudögum á sama tíma.

Dalvík: Lagt af stað frá Bergi kl. 17:30.

Reykjavík: Lagt verður af stað frá Fríkirkjunni kl. 20.

Allir velkomnir!

Vikulegar göngur á Akureyri – frestun vegna færðar

Eftir Fréttir

Vikulegar göngur á Akureyri áttu einnig að hefjast nú um miðjan janúar eftir hátíðarnar en vegna erfiðrar færðar verður einhver töf á því. Fylgist vel með heimasíðunni því það verður tilkynnt hér um leið að ákvörðun liggur fyrir hvenær gögnurnar hefjast á ný.

Vikulegar göngur í Reykjavík hefjast ekki strax vegna færðar

Eftir Fréttir

Göngum saman óskar öllum gleðilegs árs og þakkar stuðninginn á síðasta ári.

Áætlað var að vikulegar göngur félagsins í Reykjavík hæfust aftur eftir gott jólafrí næsta mánudag en nú hefur verið ákveðið að fresta því til mánudagsins 23. janúar vegna erfiðrar færðar á gangstéttum borgarinnar.

Fylgist með heimasíðunni því ef frekari breytingar verða munu þær strax verða settar inn á síðuna.

Þá verður félagsmönnum send tilkynning er nær dregur til að minna á göngurnar.