Skip to main content
Monthly Archives

mars 2017

Omnom súkkulaðiverksmiðja styður Göngum saman með súkkulaðiþ

Eftir Fréttir

Omnom súkkulaði styður Göngum saman með súkkulaðiþrennu sérpakkaðri og merktri Göngum saman

Í tilefni af því verður súkkulaðipartý hjá Omnom, Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík (úti á Granda) þriðjudaginn 4. apríl kl. 17 – 19

Göngum saman þakkar Omnom innilega fyrir þeirra frábæra styrk og hvetur fólk til að mæta í súkkulaðipartýið og styðja gott málefni.

Hlín Reykdal hannar nisti til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Hlín Reykdal hefur hannað nisti í tveimur litum sem verða seld á næstu dögum til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Þetta er í fjóða skiptið sem Hlín vinnur með Göngum saman, fyrst hannaði hún armbönd, þá lyklakippur, síðan hálsfestar og nú nisti fyrir félagið.

Salan á nistunum hefst á laugardaginn 18. mars klukkan 15 með gleðistund í verslun Hlínar á Fiskislóð 75 Reykjavík. Nistin verða seld hjá Hlín í tvær vikur, eða meðan birgðir endast. Einnig er tekið við pöntunum í gegnum skilaboð á facebook síðu félagsins ef fólk vill fá nisti í póstkröfu.

Reykjavíkurmaraþon 19. ágúst, skráning hafin

Eftir Fréttir

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hafin en það mun fara fram laugardaginn 19. ágúst nk.  Eins og undanfarin ár er Göngum saman eitt af góðgerðarfélögunum sem hægt er að hlaupa fyrir. Í fyrra tóku 88 manns þátt í maraþoninu fyrir Göngum saman og söfnuðust áheit að upphæð 2.447.784 kr.

Við hvetjum alla þá sem mögulega geta að taka þátt í maraþoninu fyrir okkur og að nýta sér lægsta mögulega þátttökugjald en fimmtudaginn 16.mars hækkar þátttökugjaldið. Sjá nánar á http://marathon.is/reykjavikurmaraton

Einnig hvetjum við þátttakendur og félaga Göngum saman til að leggja félaginu lið með því að taka þátt í áheitasöfnun, sjá

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/270/gongum-saman