Skip to main content
Monthly Archives

júní 2015

Brjóstabollan – LABAK veitir Göngum saman 1.5 milljónir

Eftir Fréttir

Landssamband bakarameistara, LABAK, veitti í vikunni Göngum saman 1.5 milljónir króna í styrk vegna sölu á brjóstabollunni sem í ár var gómsæt rjómabolla með berjafyllingu. Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast rúmlega sjö milljónir króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Göngum saman þakkar LABAK innilega fyrir þennan ómetanlega styrk og fyrir frábært samstarf.

Frá vinstri: Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtökum iðnaðarins og stjórnarmenn LABAK: Sigurður Enoksson, Hérastubbi bakara, Sigurður M. Guðjónsson, Bernhöftsbakaríi, Jón Þór Lúðvíksson, Brauðgerð Ólafsvíkur, Jón Albert Kristinsson, formaður, Björnsbakaríi, Jón Heiðar Ríkharðsson, Okkar bakaríi og Steinþór Jónsson, Björnsbakaríi, Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman og Ragnhildur Zoëga stjórnarkona í Göngum saman.

Nemdur í Lindaskóla hlaupa fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Þann 5.júní s.l. fór fram áheitahlaup Lindaskóla sem kallað var Lindaskólasprettur. Þetta er í fyrsta skipti sem hlaupið er framkvæmt með þessum hætti og var ákveðið að styrkja Göngum saman með þeim áheitum sem söfnuðust. Hlaupið er fyrir nemendur 1.-7.bekkja. Einnig hlupu nokkrir starfsmenn skólans og hét starfsmannafélag Lindaskóla á þá hlaupara.

Alls söfnuðust kr. 155.000.- og sú upphæð rennur beint til Göngum saman! Margrét Ásgeirsdóttir tók við skjali á skólaslitum fyrir hönd Göngum saman og sagði við það tækifæri lítillega frá sögu og tilgangi félagsins.Göngum saman þakkar innilega fyrir þennan frábæra stuðning.