Monthly Archives

júní 2011

Blóm í bæ í Hveragerði – Göngum saman þar

Eftir | Fréttir

Göngum saman er með bás á hátíðinni Blóm í bæ sem er í Hveragerði um helgina. Þar er hægt að fræðast um félagið og styrkja það í leiðinni. Allar upplýsingar um hátíðina er á heimasíðu hennar.

Kíkið og markaðssvæðið og heimsækið Göngum saman básinn í dag.

Reykjavíkurmaraþon og Göngum saman

Eftir | Fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst n.k. Nú hefur áheitavefur verið opnaður og er áheitasöfnun í tengslum við hlaupið hafin á www.hlaupastyrkur.is  Í fyrra söfnuðust um 30 milljónir til góðra málefna.

Við hvetjum alla til að leggja styrktarfélaginu Göngum saman lið með því að:
A) hlaupa/ganga fyrir Göngum saman og hefja söfnun með því að fara inn á hlaupastyrkur.is og nýskrá þig. Í nýskráningunni  velur þú Göngum saman af  listanum hér.
B) heita á hlaupara Göngum saman. Hver sem er getur farið inn á hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti eða með því að senda sms skilaboð.

Styrktarganga Göngum saman 4. september

Eftir | Fréttir

Haustganga Göngum saman verður haldin víða um land sunnudaginn 4. september . Enn er verið að vinna í staðsetningum og skipulagi en takið daginn endilega frá.

Ef einhverjir hafa áhuga á að skipuleggja Göngum saman göngu í byggðalagi sínu þá endilega hafið samband við Margréti Baldursdóttur (margret.baldurs hjá internet.is) eða gongumsaman hjá gongumsaman.is.

Landssamband bakarameistara veitir höfðinglegan styrk

Eftir | Fréttir

Fyrir göngu í Laugardalnum í gærkvöldi veitti Jói Fel formaður Landssambands bakarameistara Göngum saman höfðinglegan styrk að upphæð 1.080.000 kr. í tengslum við sölu brjóstabollanna á mæðradaginn 8. maí s.l.

Göngum saman færir þeim bestu þakkir fyrir.

Við afhendingu styrks LABAK til Göngum saman en bakarar bökuðu brjóstabollur handa landsmönnum í kringum mæðradaginn. Til vinstri, Ragnhildur Zoega frá GS, Jói Fel fomaður LABAK, Ragnheiður Héðinsdóttir SI og Gunnhildur Óskarsdóttir formaður GS.