Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst n.k. Nú hefur áheitavefur verið opnaður og er áheitasöfnun í tengslum við hlaupið hafin á www.hlaupastyrkur.is Í fyrra söfnuðust um 30 milljónir til góðra málefna.
Við hvetjum alla til að leggja styrktarfélaginu Göngum saman lið með því að:
A) hlaupa/ganga fyrir Göngum saman og hefja söfnun með því að fara inn á hlaupastyrkur.is og nýskrá þig. Í nýskráningunni velur þú Göngum saman af listanum hér.
B) heita á hlaupara Göngum saman. Hver sem er getur farið inn á hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti eða með því að senda sms skilaboð.