Skip to main content
Monthly Archives

október 2020

Styrkir 2020

Eftir Fréttir

Þann 27. október sl. veitti Göngum saman 6,7 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Þrír aðilar fengu styrk að þessu sinni:

Arna Steinunn Jónasdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 3 milljónir króna til verkefnisins „Hlutverk peroxidasin í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli“.

Clara Valls Ferré, meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 2,2 milljónir króna til verkefnisins „Æxlingar úr brjóstakrabbameinssjúklingum meðhöndlaðir með æðaþelssértækum sameindalyfjum“.

Sævar Ingþórsson, lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hlaut 1,5 milljónir króna til verkefnisins „Ummyndunaráhrif HER2 yfirtjáningar í heilbrigðum brjóstaþekjufrumum“.

Styrkveitingin var um margt óvenjuleg í ár vegna Covid-19 faraldursins. Hún fór fram á Zoom fjarfundi, þar sem styrkþegar, félagsmenn og velunnarar félagsins um allt land og einnig erlendis frá tóku þátt. Tvíeykið Vísur og skvísur fluttu tónlistaratriði.

Styrkveiting 2020

Eftir Fréttir

Árleg styrkveiting til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini verður þriðjudaginn 27. október kl.17 og í ár verður hún á fjarfundarformi.

Frá stofnun Göngum saman  árið 2007 höfum við veitt um 100 milljónum til vísindamanna á Íslandi.

Við höldum ótrauð áfram, þökk sé öllum þeim sem hafa lagt söfnun okkar lið.

Gleðjist með okkur – á zoom í ljósi aðstæðna.