Skip to main content
Monthly Archives

mars 2013

Erindi um gildi tómstunda og aðalfundur Göngum saman verður

Eftir Fréttir

Mánudaginn 18. mars kl. 20:00  mun Jóhanna Björt Guðbrandsdóttir flytja erindi:  „Ljós í myrkri“ Gildi tómstunda til aukinna lífsgæða fyrir konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein.  

Erindið verður haldið í sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands,Skógarhlíð 8, Reykjavík. Að því loknu verður haldinn aðalfundur Göngum saman. 

 Dagskrá:1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.3. Kosning stjórnar og varastjórnar.4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.5. Ákvörðun árgjalds.6. Önnur mál. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

Velheppnaður Golfdagur Göngum saman í Básum

Eftir Fréttir

Golfdagur Göngum saman sem haldinn var í Básum, Grafarholti í gær 2. mars var mjög vel heppnaður og skemmtilegur. Göngum saman þakkar Básum og golfkennurunum Ragnhildi Sigurðardóttur og Sigurði Hafsteinssyni innilega fyrir stuðninginn. Einnig fá allir sem aðstoðuðu eða lögðu félaginu lið á einn eða annan hátt innilegar þakkir fyrir og ekki síst þeir sem komu og tóku þátt!