Laugardaginn 26. september 2020 stendur ferðaþjónustufyrirtækið Volcano Trails fyrir styrktar- og gönguviðburðinum GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK.
Markmið viðburðarins er að koma saman og ganga hina frábæru gönguleið Þórsgötu og safna um leið áheitum til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Skráningargjald þátttakenda rennur óskipt í styrktarsjóð Göngum saman.
Gakktu með okkur og upplifðu óviðjafnanlega náttúru Þórsmerkur í haustlitunum um leið og þú styrkir gott málefni.
Nánari upplýsingar og skráning HÉR
Þrátt fyrir að sjálft Reykjavíkurmaraþonið færi ekki fram með hefðbundnum hætti létu nokkrir hlauparar ekki deigan síga og hlupu eingin leiðir.
Samtals safnaði þetta góða fólk 415.000 kr. í rannsóknarsjóð Göngum saman. Við þökkum þeim kærlega fyrir framtakið og ekki síður þeim sem hétu á þau.
Á hlaupastyrkur.is má enn lesa meira um hlauparana.
Nýlegar athugasemdir