Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2011

Kynningarátak Göngum saman á Akureyrarvöku um helgina

Eftir Fréttir

Göngum saman á Akureyri var með kynningarbás á kaffihúsinu Kaffi Költ á Akureyri á Akureyrarvöku. Þar var Stóra styrktargangan kynnt og vörur til sölu auk þess sem hægt var að skrá sig í gönguna.

Hægt er að fylgjast með undirbúningi göngunnar á Akureyri á FB.

Konurnar notuðu tímann til að prjóna bleikar húfur með merki félagsins sem þær hyggjast nota í Stóru göngunni um næstu helgi.

Stóra fjáröflunarganga Göngum saman sunnudaginn 4. september

Eftir Fréttir

Nú líður að árlegri styrktargöngu Göngum saman en í ár verður gengið sunnudaginn 4. september kl. 11.

 Í Reykjavík verður gengið á sömu slóðum og í fyrra en gangan hefst á Valssvæðinu að Hlíðarenda og  verða tvær vegalengdir í boði; 3,8 km um Öskjuhlíð og 7 km flugvallarhringur.  Utan Reykjavíkur verður gengið 10 stöðum. Þessir staðir eru: Akranes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Hólar í Hjaltadal, Akureyri, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Höfn og Selfoss. Göngugjald fyrir fullorðna, kr. 3.000, rennur það óskipt í styrktarstjóð Göngum saman. Frítt fyrir börn. Allir sem greiða göngugjaldið fá höfuðbuff með merki félagsins. Nánari upplýsingar hér á síðunni undir Stóra gangan.  Göngum saman um allt land 4. september, takið daginn frá … 

Klapplið Göngum saman á horninu á Lynghaga og Ægissíðu

Eftir Fréttir

Við verðum með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:45 en þá getum við átt von á fyrstu hlaupurunum. 

Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld … því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er nú í fullum gangi og tækifæri til að heita á hlaupara. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750