Skip to main content
Monthly Archives

október 2023

Styrkveiting og uppskeruhátíð

Eftir Fréttir

Árleg styrkveiting Göngum saman verður mánudaginn 23. október í Hannesarholti og hefst kl. 17.

Veittar verða 15 milljónir til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á Íslandi.

Göngum saman þakkar öllum þeim sem hafa lagt söfnuninni lið og býður velunnurum að njóta uppskerunnar í Hannesarholti.

 

Kynning á umsóknum um rannsóknarstyrki

Eftir Fréttir

Umsækjendur um rannsóknarstyrki Göngum saman 2023 munu kynna verkefni sín miðvikudaginn 18. október kl. 17 .

Kynningarnar fara fram í stofu HT-300 á Háskólatorgi Háskóla Íslands. HT-300 er á þriðju hæð, gengið upp stiga við Bóksölu stúdenta.

Félagar eru hvattir til að mæta.