Monthly Archives

desember 2012

Langatal Göngum saman 2013 komið út

Eftir | Fréttir

Síðastliðin ár hefur dagatal verið gefið út til styrktar Göngum saman, Langatalið. Langatalið 2013 er nú komið úr prentsmiðjunni og er til sölu í versluninni Zebra við Laugaveg 62. Langatalið kostar 2.000 krónur og fer það allt í styrktarsjóð félagsins því prentun og gerð Langatalsins er greitt af styrktaraðila. 

Eftir friðargönguna á Þorláksmessu sem hefst á Hlemmi í Reykjavík kl. 18 verður opið í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Allir velkomnir og þar verður hægt að kaupa Langatalið.

Tvær menntaskólastúlkur styrkja Gönngum saman

Eftir | Fréttir

Menntaskólastúlkurnar Salvör Káradóttir og Bryndís Björnsdóttir afhentu Göngum saman tæplega 150 þúsund krónur í styrktarsjóð félagsins. Styrkurin er afrakstur fjáröflunar þeirra s.l. ár.

Göngum saman þakkar þeim stöllum innilega fyrir þennan frábæra stuðning.