Skip to main content
Monthly Archives

desember 2012

Langatal Göngum saman 2013 komið út

Eftir Fréttir

Síðastliðin ár hefur dagatal verið gefið út til styrktar Göngum saman, Langatalið. Langatalið 2013 er nú komið úr prentsmiðjunni og er til sölu í versluninni Zebra við Laugaveg 62. Langatalið kostar 2.000 krónur og fer það allt í styrktarsjóð félagsins því prentun og gerð Langatalsins er greitt af styrktaraðila. 

Eftir friðargönguna á Þorláksmessu sem hefst á Hlemmi í Reykjavík kl. 18 verður opið í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Allir velkomnir og þar verður hægt að kaupa Langatalið.

Tvær menntaskólastúlkur styrkja Gönngum saman

Eftir Fréttir

Menntaskólastúlkurnar Salvör Káradóttir og Bryndís Björnsdóttir afhentu Göngum saman tæplega 150 þúsund krónur í styrktarsjóð félagsins. Styrkurin er afrakstur fjáröflunar þeirra s.l. ár.

Göngum saman þakkar þeim stöllum innilega fyrir þennan frábæra stuðning.