Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2013

Nemendur Háaleitiskóla styrkja Göngum saman

Eftir Fréttir

S.l. miðvikudag afhentu nemendur unglingadeildar Háaleitisskóla samtökunum Göngum saman 184.070,00 kr. sem minningargjöf um Brynhildi Ólafsdóttur skólastjóra, sem lést í vetur. Það voru þeir Emil Þór Emilsson og Elías Orri Njarðarson sem afhentu Gunnhildi Óskarsdóttur gjöfina f.h. nemenda.  Nemendur höfðu safnað peningum með því að halda  flóamarkað í skólanum.

 Verkefnið hófst með því að nemendur kynntu sér starfsemi ýmissa líknar- og hjálparsamtaka. M.a. kom Gunnhildur Óskarsdóttir og kynnti Göngum saman og Kjartan Birgisson  sem kynnti Hjartaheill. Einnig fóru nemendur vítt og breytt um bæinn og hittu forsvarsmenn annarra hjálparsamtaka.

 Í  framhaldinu hófu þeir söfnun fyrir markaðinn sem var haldinn í skólanum. Fjöldi fyrirtækja studdi þau með gjöfum en nemendur komu líka með ýmislegt að heiman.

 Foreldrar, systkini, afar og ömmur og aðrir íbúar hverfisins streymdu á markaðinn og fóru heim með fatnað, skrautmuni, bakkelsi, verkfæri, leikföng, gjafabréf á snyrtistofur, skartgripi o.fl. o.fl.

Göngum saman þakkar nemendum Háaleitisskóla innilega fyrir þeirra frábæra framtak og höfðinglega styrk sem fer beint í styrktarsjóð félagsins.

Göngum saman um allt land á mæðradaginn 12. maí nk.

Eftir Fréttir

Göngum saman stendur fyrir styrktargöngu á mæðradaginn, sunnudaginn 12. mai nk. kl. 11:00. Gengið verður á fjölmörgum stöðum á landinu og aftur verðum við í samstarfi við Landsamband bakarameistara með brjóstabolluna góðu sem verður seld í bakaríum um land allt mæðradagshelgina.

Dagskrá og nánari upplýsingar síðar.

Takið daginn frá !