Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2023

Aðalfundur Göngum saman 2023

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman 2023 verður haldinn í Hannesarholti miðvikudaginn 3. maí kl. 17.30.

Dagskrá:

  1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
  2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  3. Kosning stjórnar og varastjórnar.
  4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.
  5. Ákvörðun árgjalds.
  6. Önnur mál.

Reykjavíkurmaraþon forskráningu lýkur 16. apríl

Eftir Fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023 fer fram 19. ágúst. Fjórar vegalengdir verða í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þann 17. apríl hækkar skráningargjald svo það er um að gera að skrá sig fyrir þann tíma. Sjá nánar um vegalengdir og skráningargjald hér.

Að venju gefst þátttakendum kostur á að styrkja gott málefni með áheitasöfnun.

Göngum saman er eitt þeirra félaga sem hlauparar geta valið að styrkja og hefur maraþonið verið mikilvæg fjáröflunarleið síðustu ár.

Við hvetjum alla velunnara Göngum saman til að skrá sig á hlaupastyrkur.is og safna áheitum á Göngum saman.