Skip to main content
Monthly Archives

júní 2010

Reykjavíkurmaraþonið – skráningargjald hækkar 2. júlí

Eftir Fréttir

Reykjavíkurmaraþonið – áheit: skráningargjald hækkar 2. júlí

Nú fer að líða að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem verður haldið
laugardaginn 21. ágúst.

Þann 2.júli næstkomandi hækkar skráningargjaldið í hlaupið. Félagar í Göngum
saman
ætla að ganga og hlaupa saman 10 og 21km. Við hvetjum sem flesta til að
taka þátt og skrá Göngum saman sem það góðgerðarfélag sem þeir vilja leggja lið.

Skráning fer fram á heimasíðu maraþonsins á http://www.reykjavikurmarathon.is/reykjavikurmaraton

Kvennahlaupið í Viðey!

Eftir Fréttir

Í ár bætist við einn hlaupastaður kvennahlaupsins á höfuðborgarsvæðinu, því nú verður í fyrsta sinn boðið upp á að hlaupa 3km hring í Viðey. Göngum saman ætlar að fjölmenna í Kvennahlaupið í Viðey og taka þátt í hátíðahöldum dagsins.
Upphitun með Guðnýju Aradóttur hefst fyrir framan Viðeyjarstofu kl.12:30 og hlaupið verður ræst kl.13:00.Skráning fer fram á staðnum og jafnframt verður Kvennahlaupsbolurinn til sölu í Viðey. Skráningargjald er kr.1.250.- og er bolur og verðlaunapeningur innifalinn auk þess sem allir þátttakendur fá Kristal frá Ölgerðinni og Weetabix hollustukex.Fyrsta ferð frá Skarfabakka er kl.11:15 og svo er siglt korter yfir heila tímann fram eftir degi. Ferjutollur fyrir fullorðna er kr.1000.- fyrir fullorðna og kr.500.- fyrir börn. 

Gengið í Öskjuhlíðinni í júní, fræðsluganga 28. júní

Eftir Fréttir

Í Reykjavík verður gengið frá Perlunni í júnímánuði.

Síðasta gangan fyrir sumarfrí verður 28. júní og verður sú ganga með aðeins öðru sniði en venjulega en þá mun dr. Hreggviður Norðdahl, jarðfræðingur leiða gönguna og fræða okkur um jarðsögu Öskjuhlíðarinnar. Fræðslugangan er gjaldfrjáls en tekið verður á móti frjálsum framlögum í styrktarsjóðinn. Mánudagsgöngur í Reykjavík hefjast svo aftur eftir verslunarmannahelgi.