Skip to main content

Kvennahlaupið í Viðey!

Eftir júní 18, 2010Fréttir

Í ár bætist við einn hlaupastaður kvennahlaupsins á höfuðborgarsvæðinu, því nú verður í fyrsta sinn boðið upp á að hlaupa 3km hring í Viðey. Göngum saman ætlar að fjölmenna í Kvennahlaupið í Viðey og taka þátt í hátíðahöldum dagsins.
Upphitun með Guðnýju Aradóttur hefst fyrir framan Viðeyjarstofu kl.12:30 og hlaupið verður ræst kl.13:00.Skráning fer fram á staðnum og jafnframt verður Kvennahlaupsbolurinn til sölu í Viðey. Skráningargjald er kr.1.250.- og er bolur og verðlaunapeningur innifalinn auk þess sem allir þátttakendur fá Kristal frá Ölgerðinni og Weetabix hollustukex.Fyrsta ferð frá Skarfabakka er kl.11:15 og svo er siglt korter yfir heila tímann fram eftir degi. Ferjutollur fyrir fullorðna er kr.1000.- fyrir fullorðna og kr.500.- fyrir börn.