Skip to main content
Monthly Archives

október 2012

Skemmtilegt Brjóstaball í gærkvöldi

Eftir Fréttir

Það var mikil stemming og gleði á árlegu Brjóstaballi Göngum saman í Iðnó í gærkvöldi. Anna Svava hóf skemmtunina við góðar undirtektir gesta og síðan tók hljómsveitin Blek og byttur við og hélt uppi miklu stuði. Ólafía Hrönn kom beint af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu og söng nokkur lög með hljómsveitinni.

Göngum saman þakkar þeim sem komu fram á Brjóstaballinu – Blek og byttur, Ólafía Hrönn, Óli dj og Anna Svava – takk takk. Þá þökkum við Margréti í Iðnó að bjóða okkur velkomin í Iðnó þriðja árið með Brjóstaballið og svo öllum gestunum sem gerðu þetta ball eins mikið stuðball og raunin var!

Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari Göngum saman.

Eftir Fréttir

Stjórn Göngum saman fór þess nýlega á leit við frú Vigdísi Finnbogadóttur að hún yrði verndari félagsins, og samþykkti hún erindið góðfúslega. Það er Göngum saman ákaflega mikill heiður að frú Vigdís hafi tekið að sér að vera verndari félagsins og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.

Brjóstaball 12 okt nk! Allir með!

Eftir Fréttir

Hið árlega Brjóstaball Göngum saman verður haldið í Iðnó
Landsbyggðarhljómsveitin Blek og byttur loksins í Reykjavík.
Heldur öllum á gólfinu!!

Ari Eldjárn heiðrar samkomuna kl. 22.15

Aðgangseyrir 2.500 rennur til rannsókna á brjóstakrabbameini. Allir velkomnir.

Brjóstaballsnefnd Göngum saman.

Göngum öll saman 15. október!

Eftir Fréttir

Göngum öll saman 15. október kl. 17:30Í tilefni af alþjóðlegum degi helguðum barátttunni gegn brjóstakrabbameini hvetjum við alla; konur og karla, stóra sem smáa, að hitta okkur og ganga saman í bleiku í kringum Tjörnina í Reykjavík. Mæting kl. 17:30 hjá bleika Hljómskálanum.Guðný Aradóttir leiðir gönguna. Tefélagið býður upp á te eftir gönguna og veitingastaðurinn UNO 15% afslátt af veitingum. Hlökkum til að sjá ykkur. 

Krabbameinsfélagið, Samhjálp kvenna og Göngum saman

sjá auglýsingu:

gongum_saman_auglysing.pdfgongum_saman_auglysing.pdf

Tíu milljónir veittar í styrki til rannsókna á brjóstakrabba

Eftir Fréttir

4. október 2012 veitti Göngum saman íslenskum rannsóknaraðilum á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini rannsóknarstyrki að fjárhæð kr. 10 milljónir króna. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 32 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á fimm árum. Við styrkveitinguna söng og spilaði á hljómborð Ingibjörg Helga Steingrímsdóttir nemandi í MR og oktettinn Einn tvöfaldur úr Karlakórnum Fóstbræðrum gladdi einnig viðstadda með söng sínum.

Styrkurinn í ár skiptist á milli fimm aðila:

  • Eiríkur Briem: Hlutverk micro-RNA í greinóttri formmyndum og bandvefsumbreytingu brjóstkirtils.
  • Rósa Björk Barkardóttir: Leit að nýjum áhrifagenum krabbameins í fjölskyldum með háa tíðni meinsins í brjósti.
  • Sigríður Kara Böðvarsdóttir: Lengd telomer raða í litningaendum og endasamruni telomera í brjóstæxlum.
  • Stefán Sigurðsson; Hlutverk BRCA2 við DNA vaxtarkvíslar.
  • Tobias Richter: Hlutverk æðaþels og millifrumuefnis í greinóttri formgerð brjóstkirtils.

Slóðin að myndinni

Eftir Fréttir

Fræðslumyndin Göngum saman brjóstanna vegna var sýnd á RÚV í gær, það er líka hægt að sjá hana hér

http://www.ruv.is/sarpurinn/gongum-saman-brjostanna-vegna/02102012-0

Fræðslumyndin Göngum saman brjóstanna vegna á RÚV i kvöld

Eftir Fréttir

Fræðslumyndin Göngum saman brjóstanna vegna sýnd á RÚV i kvöld, 2. okt. kl.20:10.

í tilefni af 5 ára afmæli félagsins var ákveðið að fá kvikmyndagerðarmanninn Pál Kristin Pálsson til að gera heimildarmynd um Göngum saman og mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Markmiðið með myndinni er að kynna félagið, upphaf þess, starfsemi og fyrir hvað það stendur, þe. að leggja áherslu á mikilvægi hreyfingar og að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið fékk nokkur fyrirtæki í lið með sér til að kosta myndina. Ekki missa af henni!