Skemmtilegt Brjóstaball í gærkvöldi

Eftir október 13, 2012Fréttir

Það var mikil stemming og gleði á árlegu Brjóstaballi Göngum saman í Iðnó í gærkvöldi. Anna Svava hóf skemmtunina við góðar undirtektir gesta og síðan tók hljómsveitin Blek og byttur við og hélt uppi miklu stuði. Ólafía Hrönn kom beint af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu og söng nokkur lög með hljómsveitinni.

Göngum saman þakkar þeim sem komu fram á Brjóstaballinu – Blek og byttur, Ólafía Hrönn, Óli dj og Anna Svava – takk takk. Þá þökkum við Margréti í Iðnó að bjóða okkur velkomin í Iðnó þriðja árið með Brjóstaballið og svo öllum gestunum sem gerðu þetta ball eins mikið stuðball og raunin var!