Skip to main content

Norvík og Krónan styrkir Göngum saman

Eftir nóvember 4, 2012Fréttir

Styrktar- og menningarsjóður Norvíkur og Krónan stóðu fyrir átaki í október þegar Krónan seldi fjölnota poka til styrktar Göngum saman.

Með átakinu söfnuðust 400.000 krónur sem voru afhendar félaginu 30. október s.l. 

Í tilkynningu um niðurstöður söfnunarinnar segir, að með sölu á fjölnota pokum hafi tvær flugur verið slegnar í einu höggi þar sem notkun fjölnota poka er umhverfisvæn og því hvatt til umhverfisverndar um leið og gott málefni var styrkt.

Frá afhendingu afraksturs söfnunarinnar. Á myndinni eru (f.v.) Gísli Jón Magnússon frá Styrktar- og menningarsjóði Norvíkur, Berglind Ósk Ólafsdóttir markaðsstjóri Kaupáss og Gunnhildur Óskarsdóttir og Linda Björk Ólafsdóttir fra Göngum saman.

Göngum saman þakkar innilega fyrir þennan höfðinglega styrk.