Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari Göngum saman.

Eftir október 8, 2012Fréttir

Stjórn Göngum saman fór þess nýlega á leit við frú Vigdísi Finnbogadóttur að hún yrði verndari félagsins, og samþykkti hún erindið góðfúslega. Það er Göngum saman ákaflega mikill heiður að frú Vigdís hafi tekið að sér að vera verndari félagsins og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.