Fræðslumyndin Göngum saman brjóstanna vegna sýnd á RÚV i kvöld, 2. okt. kl.20:10.
í tilefni af 5 ára afmæli félagsins var ákveðið að fá kvikmyndagerðarmanninn Pál Kristin Pálsson til að gera heimildarmynd um Göngum saman og mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Markmiðið með myndinni er að kynna félagið, upphaf þess, starfsemi og fyrir hvað það stendur, þe. að leggja áherslu á mikilvægi hreyfingar og að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið fékk nokkur fyrirtæki í lið með sér til að kosta myndina. Ekki missa af henni!