Skip to main content
Monthly Archives

október 2022

15 milljónum veitt til grunnrannsókna

Eftir Fréttir

Þann 11. október 2022 veitti Göngum saman 15 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Styrkveitingin fór fram í Hannesarholti þar sem 24 félagar úr Fóstbræðrum glöddu viðstadda með söng sínum.

Fimm aðilar fengu styrk að þessu sinni:

Aldís María Antonsdóttir, meistaranemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins „Hlutverk peroxidasin (PXDN) í meinvarpandi brjóstakrabbameini“.

Alexander Örn Kárason, meistaranemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins „Óstöðugir telomerar í BRCA2 vanvirkum brjóstafrumulínum í tengslum við nýja marksækna meðferð gegn POLQ og RAD522“.

Berglind Eva Benediktsdóttir, dósent í lyfjafræði við Háskóla Íslands hlaut 2,5 milljónir króna til verkefnisins „Sérhannaðar utanfumubólur með sækni gegn þríneikvæðum brjóstakrabbameinum“.

Kristrún Ýr Holm, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands, hlaut 4 milljónir króna til verkefnisins „Leit að lífmerkjum fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina“.

María Rose Bustos, rannsóknamaður við Háskóla Íslands, hlaut 3,5 milljónir króna til verkefnisins „Tap á arfblendni og tjáning estrógen viðtaka í brjóstakrabbameinum BRCA2999Δ5 arfbera“.

Uppskeruhátíð – styrkveiting

Eftir Fréttir

Árleg styrkveiting Göngum saman verður þriðjudaginn 11. október í Hannesarholti og hefst kl. 17.

Veittar verða 15 milljónir til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á Íslandi.

Göngum saman þakkar öllum þeim sem hafa lagt söfnuninni lið og býður velunnurum að njóta uppskerunnar í Hannesarholti.

 

Kynning á umsóknum um rannsóknarstyrki

Eftir Fréttir

Umsækjendur um rannsóknarstyrki Göngum saman munu kynna verkefni sín miðvikudaginn 5. október kl. 17 – 18.30

Kynningarnar fara fram í stofu HT-300 á Háskólatorgi Háskóla Íslands. HT-300 er á þriðju hæð, gengið upp stiga við Bóksölu stúdenta.

Félagar eru hvattir til að mæta.