Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2009

Frábært framtak 10. bekkinga í félagsmiðstöðinni 105

Eftir Fréttir

Krakkar úr félagsmiðstöðinni 105 í 10. bekk Háteigsskóla eru með kökubasar til styrktar Göngum saman í Garðheimum í Mjódd frá klukkan 11.00-15.00 laugardaginn 2. maí n.k. Kökubasarinn er einn þáttur í góðgerðarviku sem krakkarnir eru að skipuleggja og helguð er Göngum saman.

Einnig eru þau að vinna að heimildarmynd um Göngum saman og brjóstakrabbamein sem verður frumsýnd í Háteigsskóla 13.maí 2009, tími auglýstur síðar allir velkomnir.Krakkarnir selja einnig boli sem Naked ape hefur hannað fyrir þau og rennur öll sala á bolunum til Göngum saman

Við hvetjum félaga og aðra velunnara að koma í Garðheima n.k. laugardag og styrkja þetta frábæra framtak krakkanna.

Vorganga Göngum saman 10. maí n.k.

Eftir Fréttir

Vorganga Göngum saman verður haldin í Laugardalnum í Reykjavík á mæðradaginn, sunnudaginn 10. maí kl. 11:00. Gengið verður frá Skautahöllinni.

Göngum saman, fögnum vori og njótum samveru.

Kynningarfundir á Norðurlandi gengu vel

Eftir Fréttir

Formaður Göngum saman Gunnhildur Óskarsdóttir hélt tvo kynningarfundi um félagið á Norðurlandi í vikunni. Á mánudagskvöldið fundaði hún með Dalvíkurkonum og var síðan á Akureyri á fimmtudag. Fundirnir tókust vel og urðu mjög fínar umræður á báðum stöðum. Þetta eru fyrstu kynningarfundirnir um félagið og reynslan af þeim sýnir að æskilegt væri að fara víðar með slíka fundi.

Formaður í heimsókn á Norðurlandi

Eftir Fréttir

Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman og Kristín Svavarsdóttir varaformaður tóku þátt í göngu með Dalvíkurdeildinni á mánudag og Akureyrardeildinni á þriðjudag. Mikill kraftur er í fólki á báðum stöðunum.

Göngukonur í snjónum á Akureyri á þriðjudagskvöldið: