Frábært framtak 10. bekkinga í félagsmiðstöðinni 105

Eftir apríl 30, 2009Fréttir

Krakkar úr félagsmiðstöðinni 105 í 10. bekk Háteigsskóla eru með kökubasar til styrktar Göngum saman í Garðheimum í Mjódd frá klukkan 11.00-15.00 laugardaginn 2. maí n.k. Kökubasarinn er einn þáttur í góðgerðarviku sem krakkarnir eru að skipuleggja og helguð er Göngum saman.

Einnig eru þau að vinna að heimildarmynd um Göngum saman og brjóstakrabbamein sem verður frumsýnd í Háteigsskóla 13.maí 2009, tími auglýstur síðar allir velkomnir.Krakkarnir selja einnig boli sem Naked ape hefur hannað fyrir þau og rennur öll sala á bolunum til Göngum saman

Við hvetjum félaga og aðra velunnara að koma í Garðheima n.k. laugardag og styrkja þetta frábæra framtak krakkanna.