Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2008

Göngum saman á Akureyri

Eftir Fréttir

Á Akureyri hefur hópur gengið vikulega í allt sumar og eins og myndirnar í myndaalbúminu annars staðar á heimasíðunni sýna þá er oft gaman hjá þeim. Gengið er frá þjónustumiðstöðinni í Kjarnaskógi kl. 19:30 alla þriðjudaga. Akureyrardeildin er nú á fullu að undirbúa styrktargönguna sem verður í Kjarnaskógi sunnudaginn 7. september.

 

Avon umboðið styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Avon umboðið á Íslandi færði Göngum saman armbönd með bleiku slaufunni til að selja og fer allur ágóðinn í styrktarsjóð félagsins. Viðtökur hafa verið frábærar. Göngum saman þakkar stuðninginn.

Vel lukkað Reykjavíkurmaraþon Glitnis

Eftir Fréttir

Það var mikil stemming í maraþoninu í gær og Göngum saman þakkar öllum þeim sem hlupu fyrir félagið. Samkvæmt skráningum hlupu (eða gengu!) 132 einstaklingar fyrir Göngum saman og lögðu með því sitt að mörkum til að styðja við grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Það er mikil hvatning og gleði að fá allan þennan stuðning. Hópur fólks á vegum Göngum saman kom saman á horni Ægissíðu og Lynghaga og hvatti þátttakendur til dáða. Tvær konur hlupu heilt maraþon fyrir félagið og önnur þeirra, Sigrún K. Barkardóttir náði þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hlaupinu. Við óskum Sigrúnu til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

                                        Hluti hvvatningarhóps Göngum saman við Ægissíðuna

Tombóla til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Þrjár ungar stúlkur héldu tombólu til styrktar Göngum saman fyrir utan heimili einnar þeirrar í Hofteignum, 12. ágúst s.l. Stúlkurnar heita Ingibjörg Ósk, Gígja og Hólmfríður. Stelpurnar söfnuðu  tæplega 12 þúsund krónum sem þær afhentu í styrktarsjóð Göngum saman. Við þökkum þeim kærlega fyrir.

 

Á myndunum sjást talið frá vinstri Ingibjörg Ósk, Gígja og Hólmfríður í Göngum saman bolum að selja

hluti á tombólunni sinni.

Tíu umsóknir báurst í styrktarsjóð Göngum saman

Eftir Fréttir

Umsóknarfrestur í styrktarsjóð Göngum saman rann út 10. ágúst s.l. og bárust 10 umsóknir.  Vísindanefnd félagsins með aðstoð ráðgjafa mun nú fara yfir umsóknirnar og velja styrkþega ársins 2008. Úthlutun styrkja fer fram á alþjóðlegum degi brjóstakrabbameins í október n.k. og er þetta í annað sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum.