Skip to main content

Miðvikudaginn 10. apríl kl. 16 – 17.30 verður gleðifundur í verslun Handprjónasambandsins, Borgartúni 31.

Þar verður sýnd gullfalleg peysa sem Védís Jónsdóttir hannaði fyrir Göngum saman í tilefni af fyrirhuguðum gönguviðburði í Þórsmörk 8. júní. Viðburðinn skipuleggur ferðaþjónustufyrirtækið Volcano trails í samvinnu við Göngum saman.  Þetta er þriðja gangan í Þórsmörk og Védís hannaði einmitt göngupils fyrir síðustu göngu.

Við verðum með peysuna til sýnis og uppskrift til sölu á pappír – en hún verður einnig seld rafrænt. Kíkið við, krækið ykkur í uppskrift og garn og styrkið gott málefni. Hver einasta króna af sölu uppskriftarinnar fer í grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Hlökkum til að sjá ykkur í versluninni – og í peysunni í Þórsmörk í sumar.