Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2012

Afmælismálþing Göngum saman 13. september nk

Eftir Fréttir

Í tilefni af 5 ára afmæli styrktarfélagsins Göngum saman efnir félagið til málþings um mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Málþingið verður haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 13. september nk kl. 15-18. Það er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Gildi íslenskra rannsókna á brjóstakrabbameini

Dagskrá 15:00   Setning, Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman15:05   Ávarp, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra15:15   Does research in breast cancer matter for the general public? Norman Freshney, forstöðumaður rannsókna hjá Breakthrough Breast Cancer í Bretlandi 15:45   Hverju hafa rannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi skilað?   Helga Ögmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 16:05   Tónlistaratriði, Karlakórinn Fóstbræður 16:15   Grunnrannsóknir, forsenda framfara í lækningum, Friðbjörn Sigurðsson læknir 16:30   Hverju getur samtakamáttur hugsjónafólks og vísindamanna áorkað? Kristín Ingólfsdóttir,       rektor Háskóla Íslands 16:45   Göngum saman brjóstanna vegna, forsýning á fræðslumynd Göngum saman 17:15   Málþingsslit  Fundarstjóri: Þórólfur Árnason  Erindi Norman Freshney er flutt á ensku en önnur dagskrá fer fram á íslensku 

 Að loknu málþingi er boðið upp á léttar veitingar

.

Dagskrá málþingsins í pdf-skjali:malthing_gongum_saman_dagskra.pdf

Skeiðshlaup 1. september. Hluti rennur til Göngum saman

Eftir Fréttir

Skeiðshlaupið verður haldið þann 1. september 2012 og hefst kl 11 við bæinn Skeið í Svarfaðardal. Svarfaðardalur er suðvestur af Dalvík og farinn er Svarfaðardalsvegur (805) frá Dalvík að bænum Skeið.

Skráningargjöld er 3.000 kr í forskráning, 4.000 kr á staðnum og er fiskisúpan mikla innifalin i verðinu og 1.000 kr fara til styrktar "Göngum saman" (rannsóknir á brjóstakrabbameini).

Sjá nánar á: http://hlaup.is/dagbok.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=23754

Innilegar þakkir! Frábær stemning í Reykjavíkurmaraþoninu!

Eftir Fréttir

Frábær stemning var í Reykjavíkurmaraþoninu í dag enda lék veðrið við þátttakendur. Hvatningaliðið á horni Lynghaga og Ægissíðu var stórkostlegt!

65 manns tóku þátt fyrir Göngum saman og eru þeim færðar innilegar þakkir svo og öllum þeim sem hétu á þá. Einnig innilegar þakkir til þeirra sem stóðu´á hliðarlínunni og hvöttu hlauparana áfram.