Skip to main content
Monthly Archives

maí 2013

Kvennahlaupið 8. júní

Eftir Fréttir

Göngum saman er samstarfsaðili Kvennahlaups ÍSÍ í ár og er kjörorð hlaupsins: Hreyfum okkur saman.

Eins og alltaf er hlaupið á fjölmörgum stöðum á landinu og  hvetjum við allar konur sem mögulega geta að taka þátt sjá yfirlit yfir hlaupastaði www.sjova.is/files/2013_5_27_Hlaupastadir_Island.pdf

Tökum höndum saman og hreyfum okkur saman í kvennahlaupinu!

Myndir og fréttir af göngunni

Eftir Fréttir

Það var mikil stemming alls staðar í mæðradagsgöngu Göngum saman s.l. sunnudag er um 2000 manns gengu til stuðnings grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Nú eru komnar myndir og fréttir frá mörgum stöðum inn á heimasíðuna, sjá hér.

Þátttakendur teygja vel í göngunni á Reyðarfirði.

Um tvö þúsund manns í mæðradagsgöngu Göngum saman

Eftir Fréttir

Um tvö þúsund manns tóku átt í styrktargöngu Göngum saman sem fram fór á 14 stöðum á landinu í dag.

Er þetta mesti þátttakendafjöldi frá upphafi en þetta er í sjöunda sinn sem Göngum saman stendur fyrir göngu til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Er þátttakendum um land allt og öllum þeim sem lögðu félaginu lið á einn eða annan hátt við undirbúning og framkvæmd göngunnar færðar innilegar þakkir.

Brjóstabollurnar komnar i sölu í bakaríum landsins

Eftir Fréttir

LABAK Landssamband bakarameistara hefur hafið sölu á brjóstabollunum í bakaríum landsins. Þetta er í þriðja sinn sem LABAK styður Göngum saman með sölu á brjóstabollunni mæðradagshelgina. Við hvetjum alla til að kaupa bollur með kaffinu og styrkja í leiðinni gott málefni.

Frábær stemning í Kronkron í dag

Eftir Fréttir

Það var gleði og gaman í versluninni Kronkron í dag þegar nýju bolirnir og höfuðklútarnir hannaðir af Kron by Kronkron voru sýndir og seldir. Þessar flottu og litríku vörur bókstaflega runnu út en bolirnir og höfuðklútarnir verða seldir í mæðradagsgöngunni á sunnudaginn og svo áfram í Kronkron Laugavegi 63b.

Göngum saman í samstarfi við Kron Kron

Eftir Fréttir

Í tilefni af mæðradagsgöngunni í ár fékk félagið hina frábæru hönnuði hjá Kron by Kronkron til að hanna bol og höfuðklúta. Vörurnar verða til sölu í göngunni á mæðradaginn en n.k. miðvikudag 8. maí, kl. 17 – 19 býður Göngum saman og Kronkron til ljúfrar samverustundar í verslun Kronkron – Laugavegi 63b  þar sem sala á bolunum og höfuðklútunum hefst. Allur ágóði af sölu bolanna og höfuðklútanna fer í styrktarsjóð Göngum saman.

Sjá auglýsingu:

gongum_saman_flyer.pdfgongum_saman_flyer.pdf

Gengið saman á 14 stöðum á mæðradaginn 12. maí

Eftir Fréttir

Göngum saman stendur fyrir styrktargöngu á mæðradaginn, sunnudaginn 12. mai nk. kl. 11:00. Gengið verður á a.m.k. fjórtán stöðum á landinu og aftur verðum við í samstarfi við Landsamband bakarameistara með brjóstabolluna góðu sem verður seld í bakaríum um land allt mæðradagshelgina.

Göngum saman hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna sem er gjaldfrjáls en hægt að styrkja félagið á fjölbreyttan hátt.

Þátttökustaðir í ár: Reykjavík, Borgarnes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Blönduós, Siglufjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Höfn, Vestmannaeyjar, Selfoss og Reykjanesbær.

Sjá upplýsingar um gönguna á hverjum stað hér.