Skip to main content

Gengið saman á 14 stöðum á mæðradaginn 12. maí

Eftir maí 2, 2013Fréttir

Göngum saman stendur fyrir styrktargöngu á mæðradaginn, sunnudaginn 12. mai nk. kl. 11:00. Gengið verður á a.m.k. fjórtán stöðum á landinu og aftur verðum við í samstarfi við Landsamband bakarameistara með brjóstabolluna góðu sem verður seld í bakaríum um land allt mæðradagshelgina.

Göngum saman hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna sem er gjaldfrjáls en hægt að styrkja félagið á fjölbreyttan hátt.

Þátttökustaðir í ár: Reykjavík, Borgarnes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Blönduós, Siglufjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Höfn, Vestmannaeyjar, Selfoss og Reykjanesbær.

Sjá upplýsingar um gönguna á hverjum stað hér.