Um tvö þúsund manns í mæðradagsgöngu Göngum saman

Eftir maí 12, 2013Fréttir

Um tvö þúsund manns tóku átt í styrktargöngu Göngum saman sem fram fór á 14 stöðum á landinu í dag.

Er þetta mesti þátttakendafjöldi frá upphafi en þetta er í sjöunda sinn sem Göngum saman stendur fyrir göngu til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Er þátttakendum um land allt og öllum þeim sem lögðu félaginu lið á einn eða annan hátt við undirbúning og framkvæmd göngunnar færðar innilegar þakkir.