Skip to main content

Stóra fjáröflunarganga Göngum saman sunnudaginn 4. september

Eftir ágúst 22, 2011Fréttir

Nú líður að árlegri styrktargöngu Göngum saman en í ár verður gengið sunnudaginn 4. september kl. 11.

 Í Reykjavík verður gengið á sömu slóðum og í fyrra en gangan hefst á Valssvæðinu að Hlíðarenda og  verða tvær vegalengdir í boði; 3,8 km um Öskjuhlíð og 7 km flugvallarhringur.  Utan Reykjavíkur verður gengið 10 stöðum. Þessir staðir eru: Akranes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Hólar í Hjaltadal, Akureyri, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Höfn og Selfoss. Göngugjald fyrir fullorðna, kr. 3.000, rennur það óskipt í styrktarstjóð Göngum saman. Frítt fyrir börn. Allir sem greiða göngugjaldið fá höfuðbuff með merki félagsins. Nánari upplýsingar hér á síðunni undir Stóra gangan.  Göngum saman um allt land 4. september, takið daginn frá …