Skip to main content

Landssamband bakarameistara veitir höfðinglegan styrk

Eftir júní 8, 2011Fréttir

Fyrir göngu í Laugardalnum í gærkvöldi veitti Jói Fel formaður Landssambands bakarameistara Göngum saman höfðinglegan styrk að upphæð 1.080.000 kr. í tengslum við sölu brjóstabollanna á mæðradaginn 8. maí s.l.

Göngum saman færir þeim bestu þakkir fyrir.

Við afhendingu styrks LABAK til Göngum saman en bakarar bökuðu brjóstabollur handa landsmönnum í kringum mæðradaginn. Til vinstri, Ragnhildur Zoega frá GS, Jói Fel fomaður LABAK, Ragnheiður Héðinsdóttir SI og Gunnhildur Óskarsdóttir formaður GS.