Nemdur í Lindaskóla hlaupa fyrir Göngum saman

Eftir júní 11, 2015Fréttir

Þann 5.júní s.l. fór fram áheitahlaup Lindaskóla sem kallað var Lindaskólasprettur. Þetta er í fyrsta skipti sem hlaupið er framkvæmt með þessum hætti og var ákveðið að styrkja Göngum saman með þeim áheitum sem söfnuðust. Hlaupið er fyrir nemendur 1.-7.bekkja. Einnig hlupu nokkrir starfsmenn skólans og hét starfsmannafélag Lindaskóla á þá hlaupara.

Alls söfnuðust kr. 155.000.- og sú upphæð rennur beint til Göngum saman! Margrét Ásgeirsdóttir tók við skjali á skólaslitum fyrir hönd Göngum saman og sagði við það tækifæri lítillega frá sögu og tilgangi félagsins.Göngum saman þakkar innilega fyrir þennan frábæra stuðning.