Skip to main content

Hlín Reykdal hannar nisti til styrktar Göngum saman

Eftir mars 16, 2017Fréttir

Hlín Reykdal hefur hannað nisti í tveimur litum sem verða seld á næstu dögum til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Þetta er í fjóða skiptið sem Hlín vinnur með Göngum saman, fyrst hannaði hún armbönd, þá lyklakippur, síðan hálsfestar og nú nisti fyrir félagið.

Salan á nistunum hefst á laugardaginn 18. mars klukkan 15 með gleðistund í verslun Hlínar á Fiskislóð 75 Reykjavík. Nistin verða seld hjá Hlín í tvær vikur, eða meðan birgðir endast. Einnig er tekið við pöntunum í gegnum skilaboð á facebook síðu félagsins ef fólk vill fá nisti í póstkröfu.