Skip to main content

Vikulegar göngur í Reykjavík hefjast ekki strax vegna færðar

Eftir janúar 13, 2012Fréttir

Göngum saman óskar öllum gleðilegs árs og þakkar stuðninginn á síðasta ári.

Áætlað var að vikulegar göngur félagsins í Reykjavík hæfust aftur eftir gott jólafrí næsta mánudag en nú hefur verið ákveðið að fresta því til mánudagsins 23. janúar vegna erfiðrar færðar á gangstéttum borgarinnar.

Fylgist með heimasíðunni því ef frekari breytingar verða munu þær strax verða settar inn á síðuna.

Þá verður félagsmönnum send tilkynning er nær dregur til að minna á göngurnar.