Skip to main content

Gjöf í minningu Kristbjargar Marteinsdóttur

Eftir desember 13, 2011Fréttir

Glerlistaverkið Dropinn eftir listakonuna Höllu Har var í gær sett upp í kaffistofu á 1. hæð húss Háskólans í Reykjavík. Verkið er gjöf til Göngum saman frá listakonunni og ættingjum Kristbjargar Marteinsdóttur (12.12.1964-11.11.2009) en hún var félagi í Göngum saman og var í meistaranámi í lýðheilsufræðum við HR þegar hún lést af völdum brjóstakrabbameins. Söfnun hefur staðið yfir vegna verksins og í gær upphæðin komin í 1,5 milljónir króna sem rennur óskert í styrktarsjóð félagsins.

Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn.
Reikningsnúmer: 372-13-302703
Kennitala: 650907-1750

Göngum saman þakkar innilega þessa ómetanlegu gjöf og öllum þeim sem hafa lagt verkefninu lið.