Göngum saman, aðventan og jólafríið

Eftir desember 11, 2011Fréttir

Vikulegar göngur Göngum saman fara í jólafrí í vikunni, síðsta gangan í Reykjavík er mánudaginn 12. desember og á Dalvík þriðjudaginn 13. desember. Akureyringar eru þegar komnir í frí en auglýst verður hér á heimasíðunni þegar göngur hefjast á ný eftir áramót.

Sú hefð hefur skapast í Reykjavík að ganga frá Fríkirkjunni í desember og enda síðustu gönguna á Austurvelli þar sem sungin eru jólalög við jólatréð og nokkrir félagar mæta með heitt súkkulaði og smákökur. Það er alltaf notaleg stemming og við hvetjum fólk til að fjölmenna annað kvöld við Fríkirkjuna kl. 20.

Fallegu kortin eftir Sigurborgu Stefánsdóttur eru nú fáanleg með jólakveðju. Hægt verður að nálgast þau í göngunni 12. des.