Skip to main content

Heimildarmyndin aðgengileg á heimasíðunni

Eftir nóvember 19, 2012Fréttir

Sjónvarpið endursýndi heimildarmyndina Göngum saman brjóstanna vegna í gær sunnudag. Myndin sem fengið hefur góðar viðtökur segir sögu félagsins Göngum saman, markmið þess að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og mikilvægi slíkra rannsókna til að skilja meinið og gefa okkur von um lækningu í framtíðinni.

Nú eru myndin komin inn á vefinn í nokkrum útgáfum. Útgáfan sem sýnd var í sjónvarpinu er að finna bæði inn á vef Youtube og Vimoe. Þá eru komnar inn á vefinn útgáfur með íslenskum og enskum texta.

Á forsíðu heimasíðu Göngum saman eru komnir tveir hnappar sem vísa inn á útgáfu myndarinnar sem sýnd var í sjónvarpinu og á myndina með enskum texta.