Mikill stuðningur við félagið í Reykjavíkurmaraþoninu

Eftir ágúst 22, 2013Fréttir

Það styttist í Reyjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Göngum saman á stóran hóp stuðningsfólks sem ætlar að hlaupa fyrir félagið – TAKK hlauparar.

Nú þegar eru rúmlega 60 hlauparar að safna fyrir félagið auk tveggja boðhlaupsliða og alls ætla þau að fara 965 km. Það er mjög mikilvægt fyrir félagið að finna fyrir þessum mikla stuðningi. Og margir leggja þeim lið með því að heita á þau. Þegar hefur nærri einni milljón verið heitið á hlauparana sem safna fyrir félagið og við hvetjum fólk til að gera enn betur. ÁFRAM hlauparar.

Eins og fyrri ár verður stuðningsmannalið frá Göngum saman á horni Lynghaga og Ægissíðu til að hvetja hlauparana.