Skip to main content

Skilaboð til Göngum saman hlaupara!

Eftir ágúst 22, 2013Fréttir

 

Kæri hlaupari
Við viljum byrja á að þakka þér fyrir stuðninginn við Göngum saman. Félagið hefur notið góðs af hlaupastyrkjum í Reykjavíkurmaraþoni undanfarin ár en á síðasta ári söfnuðust 1.017.065 krónur til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Nú þegar aðeins einn dagur er til stefnu hafa 64 hlauparar skráð sig til að hlaupa fyrir félagið og tvö fjögurra manna boðhlaupslið og nú þegar hafa 922 þúsund krónur hafa safnast í áheit.

Síðustu daga höfum við farið með bleik buff til þeirra sem ætla að hlaupa til styrktar Göngum saman. Því miður höfum við ekki heimilisföng hjá öllum og ekki heldur netföng þannig að ekki hafa allir hlauparar fengið buffin sín. Endilega hafðu samband við Ellu í síma 897 7409 til að nálgast buffið þitt.

Við munum einnig vera með hvatningarlið á horni Ægissíðu og Lynghaga og lofum miklu stuði þegar við sjáum hlaupara með bleiku buffin. Endilega hvettu þitt fólk til að koma og hvetja okkur!

Öllum þeim sem taka þátt í maraþoninu fyrir Göngum saman er boðið í súpu í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík frá 11:30 á laugardaginn. Vinsamlegast gefið ykkur fram við Ragnheiði Jónsdóttur, hún verður á staðnum.
Gangi þér vel!

Göngum saman