Skip to main content

Hamingjustund Göngum saman

Eftir október 3, 2021október 5th, 2021Fréttir

Fimmtudaginn 7. október kl. 17 fögnum við hjá Göngum saman bleikum október með hamingjustund í Mengi, Óðinsgötu 2.

Gunnhildur Óskarsdóttir ávarpar gesti og Ólöf Arnalds flytur ljúfa tóna.

Boðið verður upp nýtt málverk eftir listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur  sem sigrast hefur á brjóstakrabbameini.

Óvenjuleg verk Huldu hafa náð miklum vinsældum á Íslandi og vakið athygli bæði hér heima og erlendis.

Gleðjumst saman og styrkjum gott starf. Drykkur og óvæntur glaðningur kemur með aðgöngumiðanum.

Við hlökkum til að sjá ykkur.