Bolirnir slá í gegn!

Eftir júlí 29, 2008Fréttir

Bolir með merki Göngum saman eru komnir í sölu og renna út, enda flottir! Bolur með kvensniði (aðsniðinn) kostar kr. 2.500 (S, M, L og XL) og bolur með ‘almennu sniði’ (beinn) kostar kr. 2.000 (S, M, L, XL og XXL).

Bolina er hægt að panta á netfanginu gongumsaman@gongumsaman.is eða í vikulegu göngunum í Reykjavík, Akureyri og Borgarnesi.

Allur ágóði af sölu bolanna rennur beint í styrktarsjóð Göngum saman.

 

Hægt er að ná í auglýsingu og teikningu af bolunum í meðfylgjandi skjali:

Gongumsaman-bolir.pdf