Flokkur

Fréttir

Styrkþegar 2018

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 11. október s.l. veitti styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 90 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins árið 2007.

Sjö aðilar fengu styrk að þessu sinni:

·       Anna Karen Sigurðardóttir, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands -1,5 milljón kr. til verkefnisins „Tjáning, stjórnun og virkni peroxidasins í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli“

·       Arsalan Amirfallah, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Role of autophagy gene VMP1 in breast tumorigenesis and resistance of HER2 positive tumors to therapy“

·       Bylgja Hilmarsdóttir,  náttúrufræðingur á meinafræðideild Landspítala -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Hlutverk PLD2 í brjóstakrabbameinum“

·       Hildur Knútsdóttir, nýdoktor við Johns Hopkins háskólann -1,5 milljón kr. til verkefnisins „Meinvarpamyndun í brjóstakrabbameini rannsakað með líkönum (rannsóknarstofu- og tölvulíkön): tengsl milli arfgerðar og svipgerðar“

·       Marta S. Alexdóttir, meistaranemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands -2,0 milljón kr. til verkefnisins „Áhrif próteinanna BMP og lysyl oxidasa í æðakerfi brjóstakrabbameina“

·       Ólöf Gerður Ísberg, doktorsnemi í Lyfjavísindum við Háskóla Íslands -1,0 milljón kr. til verkefnisins Massagreining smásameinda í brjóstakrabbameinsvef“

·       Snædís Ragnarsdóttir, meistaranemi Lífeindafræði við Háskóla Íslands -2,0 milljón kr. til verkefnisins Áhrif FANCD2 á sjúkdómshorfur og meðferð brjóstakrabbameina“

Styrkþegar 2018 f.v.

Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman: Anna Karen Sigurðardóttir, Ólöf Gerður Ísberg, Marta S. Alexdóttir, Hildur Knútsdóttir, Kolka Jónasdóttir f.h. móður sinnar Bylgju Hilmarsdóttur, Arsalan Amirfallah og Anna Karen Sigurðardóttir.

Bleikir bolir frá Usee studio fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Dásamlega fallegir bleikir bolir hannaðir af Usee studio hönnuðunum Helgu og Höllu fyrir Göngum saman voru frumsýndir og seldir í Akkúrat hönnunarbúð í Aðalstræti 2, Reykjavík í dag. Bolirnir seldust vel og einnig töskur og kort með sömu mynd og á bolunum.

Bleikir bolir til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman fagnar samstarfi við Usee studio hönnuði sem hafa hannað fallegan bleikan bol fyrir bleikan október. Frumsýning á bolnum verður í Akkúrat hönnunarbúð í Aðalstræti 2 miðvikudaginn 3. október kl. 17. Allur ágóði af bolasölu rennur í styrktarsjóð Göngum saman.

Frábær árangur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag

Eftir Fréttir

Fimmtíu og sjö manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman í dag og söfnuðu rúmum tveimur milljónum í áheit sem er stórkostlegur árangur og mikilvægur fyrir okkar góða málefni. Göngum saman þakkar þátttakendum innilega fyrir þátttökuna og öllum þeim sem hvöttu og veittu áheit er einnig þakkað af öllu hjarta!

Myndin er af okkar stórkostlega hvatningaliði, TAKK!!!

Skilaboð til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngu

Eftir Fréttir

Skilaboð til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman Kæru þátttakendur. Innilegar þakkir fyrir að leggja okkar mikilvæga málefni lið. Þegar þið hafið lokið hlaupi er ykkur boðið í súpu í Hannesarholti, Grundarstíg 9, 101 Reykjavík (5 mín gangur frá Lækjargötu). Þar mun einnig bíða ykkur lítill þakklætisvottur frá Göngum saman fyrir þátttökuna.
Kærar kveðjur og gangi ykkur vel

Hvatningastaður Göngum saman – Lynghagi og Ægissíða

Eftir Fréttir

Hvatningastaður Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu verður eins og undanfarin ár á horninu á Lynghaga og Ægissíðu. Við hvetjum ykkur til að koma og hvetja okkar fólk, mætið með eitthvað sem heyrist í, potta, sleifar, hrossabresti … Þetta verður gaman!!! Fyrstu hlauparar eru að koma snemma eða um 8:50, leggja af stað frá Lækjartorgi kl. 8:40 svo endilega mætið tímanlega.

Skilaboð til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngu

Eftir Fréttir

Kæru þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman.Vinsamlegast setjið inn mynd af ykkur á áheitasíðuna ykkar og skrifið nokkur orð um hvers vegna málefnið er ykkur mikilvægt. Þetta er til að hægt sé að vekja athygli á þátttakendum og hvetja fólk til að heita á þá. Bestu kveðjur til ykkar allra.