Flokkur

Fréttir

Auglýst eftir styrkjum í styrktarsjóð Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.  Áætlað er að veita allt að 10 milljónum í styrki á árinu 2018.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) við háskóla og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk.

Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa

 Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sjá hér:  gs_styrkumsokn_2018.doc fyrir 3. september nk. á netfangið styrkir@gongumsaman.is merkt -Styrkumsókn 2018

Styrkurinn verður veittur í október, en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Sjá einnig auglýsingu: auglysing_styrkur_2018.pdf

 

Reykjavíkurmaraþon 2018

Eftir Fréttir

Göngum saman er eitt af góðgerðarfélögunum sem hægt er að heita á í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst nk. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig snemma því þátttökugjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Síðasti frestur til að skrá sig á lægsta verðinu er á morgun 15.maí.http://marathon.is/1688-skraning-er-hafin-2018

Fjórar vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

Maraþon (42,2 km)
Hálfmaraþon (21,1 km)
10 km hlaup
Skemmtiskokk

Við hvetjum ykkur sem getið að taka þátt fyrir Göngum saman og leggja okkar góða málaefni lið.

Aðalfundur Göngum saman 12. mars kl. 17:00

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman verður haldinn mánudaginn 12. mars nk. kl. 17:00 ísal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Dagskrá:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

5. Ákvörðun árgjalds.

6. Önnur mál.

Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

Með bestu kveðju,

Stjórn Göngum saman.

Kvöldstund með Halldóru Björnsdóttur í Hannesarholti 8. mars

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 8. mars kl. 20:00 verður Kvöldstund í samvinnu Göngum saman og Hannesarholts með Halldóru Björnsdóttur, íþróttafræðingi, framhaldsskólakennara og framkvæmdastjóra Beinverndar.
Halldóra hefur haft umsjón með morgunleikfimi í útvarpinu í 30 ár og er einlægur áhugamaður um útivist og hreyfingu. Halldóra er dæmi um manneskju sem lifir fræðin í öllu lífi sínu og starfi og deilir með gestum leiðum til að efla heilbrigði beina sinna og almennt heilbrigði.

Halldóra gefur vinnu sína við kvöldstundina og rennur aðgangseyririnn til Göngum saman og Hannesarholts.

Gleðilegt ár!! og skráning í Reykjavíkurmaraþon opnar

Eftir Fréttir

Gleðilegt ár og hjartans þakkir fyrir árið 2017 sem var sannarlega ánægjulegt í starfi Göngum saman en félagið varð 10 ára á árinu.

Það eru ekki ráð nema í tíma séu tekin og vakin er athygli á að skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefs á morgun 12. janúar.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 18. ágúst. Göngum saman er eitt af þeim góðgerðarmálum sem hægt er að taka þátt fyrir og heita á. Í fyrra tóku 72 þátt fyrir Göngum saman og söfnuðu rúmlega tveimur milljónum í styrktarsjóðinn. Maraþonið skiptir félagið miklu og því hvetjum við þig og þína til að taka þátt fyrir Göngum saman og leggja þannig lóð á vogarskálarnar fyrir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Áheitasöfnunin hefst um leið og skráning í hlaupið hefst þ.e. á morgun 12.janúar 2018. Opið verður fyrir skráningu áheita til miðnættis mánudaginn 20.ágúst 2018.

Jólakveðja

Eftir Fréttir

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Innilegar þakkir fyrir samveru og stuðning á 10 ára vel heppnuðu afmælisári Göngum saman.

Mynd: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir