Skip to main content

Minnumst Gunnhildar á mæðradaginn

Á mæðradaginn  minnumst við Gunnhildar Óskarsdóttur með göngu frá Háskóla Íslands.
Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést.
Við ætlum að heiðra minningu hennar og gleðjast yfir öllu því sem hún fékk áorkað.
Hittumst á Háskólatorgi kl. 11, sunnudaginn 14. maí.  Þar verða nokkrir styrkþega Göngum saman og kynna verkefni sín og
Vigdís Hafliðadóttir  mun flytja lag sitt Kæri heimur, lag barnamenningarhátíðar í ár.
Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörnina í Hljómskálagarði. Guðný Aradóttir leiðir gönguna.
Mætið í gleðina og takið vini með.
Nýir höfuðklútar með merki Göngum saman verða til sölu á  Háskólatorgi fyrir og eftir göngu.