Skip to main content

Nemendur í 10. bekk styrkja Göngum saman

Eftir júní 10, 2009Fréttir

Nemendur í 10. bekk Háteigsskóla í samvinnu við Félagsmiðstöðina 105 veittu Göngum saman 400 þúsund króna styrk við útskrift sína úr grunnskóla í dag. Krakkarnir höfðu m.a. safnað peningum með kossasölu á unglingaballi (50 kr. koss á kinn og 100 kr koss á munn),  kökubasar, áheitum í íþróttamaraþoni og með bolasölu en þau fengu til liðs við sig Nakta apann við hönnun og gerð mjög flottra stuttermabola sem seldust upp. Einnig unnu þau vandaða heimildamynd um Göngum saman og brjóstakrabbamein sem frumsýnd var í Háteigsskóla í maí s.l. við mjög góðar undirtektir. Göngum saman þakkar þessum frábæru ungmennum fyrir stuðninginn og dugnaðinn við að skipuleggja þetta átak og hrinda því í framkvæmd og öllum þeim sem lögðu þeim lið. Framlag þeirra mun renna beint í styrktarsjóð félagsins.